„Þetta var allt annað varnarlega“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 20:54 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41