Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 10:21 Þór sést hér hvíla sig á flotbryggjunni. Hilma Steinarsdóttir Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum. Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum.
Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15
Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27