Prestar Grafarvogskirkju hafna alfarið ásökunum um „stuld“ á fermingarbörnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2023 08:51 Prestarnir segja að leiðrétta hefði mátt misskilninginn með einu símtali. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason, prestar í Grafarvogssókn, segja ekki rétt að börn þurfi að ganga í Þjóðkirkjuna til að fá að fermast í kirkjunni. Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins. Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins.
Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira