Bóluefni við krabbameini sögð klár innan nokkurra ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. apríl 2023 23:09 Kappið sem lagt var á að finna Covid-bóluefni hefur fleygt vísindamönnum fram við að finna bóluefni gegn alls kyns öðrum sjúkdómum. vísir/vilhelm Bóluefni við krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma gætu verið tilbúin innan nokkurra ára, að sögn lyfjasérfræðinga. Framfarirnar sem náðust við þróun Covid-bóluefnisins hafa mikla þýðingu við þróun þessara bóluefna. Guardian greinir frá þessu. Talið er að umrædd bóluefni verði komin á markað fyrir árið 2030. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn fyrrgreindum sjúkdómum, jafnvel innan næstu fimm ára. „Þessi bóluefni verða til staðar og þau verða mjög árangursrík. Þau munu bjarga lífi mörg hundruð þúsunda, ef ekki milljóna manna,“ segir Burton. „Ég held að við munum geta boðið upp á sérhæft bóluefni við hvers konar krabbameinsæxlum.“ Hann útskýrir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA-bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Áratuga framþróun á nokkrum mánuðum Burton bætir við að hægt verði að veita vörn gegn alls kyns öndunarfærasjúkdómum með einni sprautu. Væri þá notast við mRNA tæknina sem „kennir“ frumum að mynda prótín sem kalla fram ónæmissvörun líkamans gegn sjúkdómum. Burton bindur miklar vonir við tæknina: „Hægt verður að bjóða upp á mRNA-meðferðir gegn sjaldgæfum sjúkdómum sem áður fyrr var ekki hægt að veita lyfjagjöf gegn. Að 10 árum liðnum verður hægt að greina erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og lækna þær með mRNA-tækni.“ Vísindamenn hafi hins vegar áhyggjur af því að magn fjárfestinga, sem fékkst við þróun Covid bóluefnis, muni dvína á næstu árum og þar með þróun fyrrgreindra bóluefna. Áratuga framþróun hafi átt sérstað á aðeins nokkurra mánaða skeiði þegar unnið var að þróun Covid-bóluefnisins. Hér má lesa umfjöllun Guardian í heild sinni. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Guardian greinir frá þessu. Talið er að umrædd bóluefni verði komin á markað fyrir árið 2030. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn fyrrgreindum sjúkdómum, jafnvel innan næstu fimm ára. „Þessi bóluefni verða til staðar og þau verða mjög árangursrík. Þau munu bjarga lífi mörg hundruð þúsunda, ef ekki milljóna manna,“ segir Burton. „Ég held að við munum geta boðið upp á sérhæft bóluefni við hvers konar krabbameinsæxlum.“ Hann útskýrir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA-bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Áratuga framþróun á nokkrum mánuðum Burton bætir við að hægt verði að veita vörn gegn alls kyns öndunarfærasjúkdómum með einni sprautu. Væri þá notast við mRNA tæknina sem „kennir“ frumum að mynda prótín sem kalla fram ónæmissvörun líkamans gegn sjúkdómum. Burton bindur miklar vonir við tæknina: „Hægt verður að bjóða upp á mRNA-meðferðir gegn sjaldgæfum sjúkdómum sem áður fyrr var ekki hægt að veita lyfjagjöf gegn. Að 10 árum liðnum verður hægt að greina erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og lækna þær með mRNA-tækni.“ Vísindamenn hafi hins vegar áhyggjur af því að magn fjárfestinga, sem fékkst við þróun Covid bóluefnis, muni dvína á næstu árum og þar með þróun fyrrgreindra bóluefna. Áratuga framþróun hafi átt sérstað á aðeins nokkurra mánaða skeiði þegar unnið var að þróun Covid-bóluefnisins. Hér má lesa umfjöllun Guardian í heild sinni.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira