Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 7. apríl 2023 16:16 Þetta hjólhýsi í Boðaþingi í Kópavogi varð illa úti í óveðrinu. vísir/dúi Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. „Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
„Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend
Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent