Heildartjónið nemur 150 milljónum króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 20:06 Mikið tjón varð á fjölbýlishúsum í snjóflóðinu. Landsbjörg Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira