Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 10:51 Svona gæti hótelið litið út séð frá höfðanum með Spákonufell í baksýn. Skagaströnd Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal
Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira