Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2023 19:31 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra í hópi nokkurra utanríkisráðherra annarra NATO-ríkja í Brussel í dag. AP/Olivier Matthys Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í dag þar sem bandalagsríkin staðfestu áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og önnur ríki utan bandalagsins í austur Evrópu. Utanríkisráðherrum Ástralíu, Nýja Sjálands, Suður Kóreu og Japans var boðið sérstaklega til fundarins í dag en þessi ríki hafa bundist bandalagi vegna útþenslu Kína á hluta Kyrrahafs og Indlandshafs. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir samstarf NATO og þessarra fjögurra ríkja mjög mikilvægt. Jens Stoltenberg sem fljótlega lætur af embætti aðalframkvæmdastjóra NATO segir mjög mikilvægt að NATO-ríkin eigi gott samstarf við lýðræðisríkin við Indlands- og Kyrrahaf.AP/Virginia Mayo „Í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi er jafnvel enn augljósara að öryggi er ekki svæðisbundið, það er hnattrænt. Það sem gerist í heimshluta ykkar, á Kyrrahafssvæðinu,skiptir máli fyrir Evrópu og það sem gerist í Evrópu skiptir máli fyrir ykkur. Ég held að stríðið í Úkraínu sýni þetta skýrt með afleiðingum um allan heim,“ sagði Stoltenberg á fundi með utanríkisráðherrunum fjórum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir nýlega heimsókn forseta Kína til Rússlands og orðræðu leiðtoga ríkjanna tveggja auka á áhyggjur NATO ríkjanna. „Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að standa vörð um þau gildi sem við deilum. Að það sé hægt að treysta því að alþjóðalög virki og alþjóðakerfið virki. Og hver sá sem ögrar því getur falið í sér gríðarleg vandamál. Að sameinast um að ætla að standa vörð um þetta alþjóðakerfi er gríðarlega mikilvægt. Óháð því hver staðsetningin er,“ sagði utanríkisráðherra að loknum fundi í Brussel. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands á fyrsta heila degi aðildar Finna að NATO á tali við Tobias Billstrom utanríkisráðherra Svíþjóðar í Brussel í dag. Svíar eru enn á biðstofunni vegna andstöðu Tyrkja og Ungverja.AP/(Olivier Matthys Íslendingar muni halda stuðningi sínum við Úkraínu áfram sem verði samanlagt upp á 4,5 milljarða á síðasta ári og þessu og væri kostnaður við móttöku flóttafólks þaðan þá ekki meðtalinn. Ísland væri að auka útgjöld sín til varnar- og öryggismála eins og önnur NATO-ríki í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að NATO-ríkin ásamt lýðræðisríkjum við Indlands- og Kyrrahaf standi saman um þau gildi sem ríkin standi fyrir.AP/Virginia Mayo „Það er alger skuldbinding af okkar hálfu að aðstoða eins lengi og þarf. Að Úkraína sé í algerum rétti og þurfi að vinna stríðið. Það þurfi líka að gefa skýrt merki til annarra sem gæti dottið eitthvað svona í huga að það verði ekki liðið og á því verði tekið,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ísland væri á pari við hin Norðurlöndin miðað við fjölda íbúa hvað varðaði fjárhagslegan stuðning annan en hernaðarlegan við Úkraínu. Framlög hefðu verið aukin í stuðningssjóð NATO fyrir Úkraínu en að auki hefðu Íslendingar greitt um þrjár milljónir punda í sjóð undir stjórn Breta sem Úkraínumenn teldu mjög skilvirkan. Fjármunir úr þeim sjóði færu til ýmissa verkefna, þeirra á meðal kaupa á hergögnum. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kína Suður-Kínahaf Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í dag þar sem bandalagsríkin staðfestu áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og önnur ríki utan bandalagsins í austur Evrópu. Utanríkisráðherrum Ástralíu, Nýja Sjálands, Suður Kóreu og Japans var boðið sérstaklega til fundarins í dag en þessi ríki hafa bundist bandalagi vegna útþenslu Kína á hluta Kyrrahafs og Indlandshafs. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir samstarf NATO og þessarra fjögurra ríkja mjög mikilvægt. Jens Stoltenberg sem fljótlega lætur af embætti aðalframkvæmdastjóra NATO segir mjög mikilvægt að NATO-ríkin eigi gott samstarf við lýðræðisríkin við Indlands- og Kyrrahaf.AP/Virginia Mayo „Í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi er jafnvel enn augljósara að öryggi er ekki svæðisbundið, það er hnattrænt. Það sem gerist í heimshluta ykkar, á Kyrrahafssvæðinu,skiptir máli fyrir Evrópu og það sem gerist í Evrópu skiptir máli fyrir ykkur. Ég held að stríðið í Úkraínu sýni þetta skýrt með afleiðingum um allan heim,“ sagði Stoltenberg á fundi með utanríkisráðherrunum fjórum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir nýlega heimsókn forseta Kína til Rússlands og orðræðu leiðtoga ríkjanna tveggja auka á áhyggjur NATO ríkjanna. „Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að standa vörð um þau gildi sem við deilum. Að það sé hægt að treysta því að alþjóðalög virki og alþjóðakerfið virki. Og hver sá sem ögrar því getur falið í sér gríðarleg vandamál. Að sameinast um að ætla að standa vörð um þetta alþjóðakerfi er gríðarlega mikilvægt. Óháð því hver staðsetningin er,“ sagði utanríkisráðherra að loknum fundi í Brussel. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands á fyrsta heila degi aðildar Finna að NATO á tali við Tobias Billstrom utanríkisráðherra Svíþjóðar í Brussel í dag. Svíar eru enn á biðstofunni vegna andstöðu Tyrkja og Ungverja.AP/(Olivier Matthys Íslendingar muni halda stuðningi sínum við Úkraínu áfram sem verði samanlagt upp á 4,5 milljarða á síðasta ári og þessu og væri kostnaður við móttöku flóttafólks þaðan þá ekki meðtalinn. Ísland væri að auka útgjöld sín til varnar- og öryggismála eins og önnur NATO-ríki í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að NATO-ríkin ásamt lýðræðisríkjum við Indlands- og Kyrrahaf standi saman um þau gildi sem ríkin standi fyrir.AP/Virginia Mayo „Það er alger skuldbinding af okkar hálfu að aðstoða eins lengi og þarf. Að Úkraína sé í algerum rétti og þurfi að vinna stríðið. Það þurfi líka að gefa skýrt merki til annarra sem gæti dottið eitthvað svona í huga að það verði ekki liðið og á því verði tekið,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ísland væri á pari við hin Norðurlöndin miðað við fjölda íbúa hvað varðaði fjárhagslegan stuðning annan en hernaðarlegan við Úkraínu. Framlög hefðu verið aukin í stuðningssjóð NATO fyrir Úkraínu en að auki hefðu Íslendingar greitt um þrjár milljónir punda í sjóð undir stjórn Breta sem Úkraínumenn teldu mjög skilvirkan. Fjármunir úr þeim sjóði færu til ýmissa verkefna, þeirra á meðal kaupa á hergögnum.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kína Suður-Kínahaf Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01
Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26
NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10