Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:31 Herbergið sem eldurinn kom upp í var mjög illa farið. Vísir/Arnar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira