Vill ekki vera forseti eftir krefjandi mánuði Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Kristján Þórður hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta ASÍ Vísir/Egill Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. „Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“ ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“
ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira