Varð Evrópumeistari í hópfimleikum þegar handboltaferillinn var að hefjast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:29 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir stundaði fimleika af miklum krafti meðfram handboltanum. Vísir/Vilhelm Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir ÍBV á leið liðsins að bikar- og deildarmeistaratitlum. Það var þó ekki alltaf víst að hún myndi velja handboltann. „Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
„Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira