Mjög veik eftir 40 tíma föstu: „Hélt að ég myndi deyja“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2023 08:13 Einkaþjálfarinn Gurrý var gestur Bakarísins á Bylgjunni síðustu helgi. „Spáiði í því hvað það er þreytandi að vera alltaf í megrun?“ Segir einkaþjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Ekki fara í ræktina til að grennast Gurrý talaði meðal annars um skaðsemi skyndilausna þegar kemur að heilsunni og mikilvægi þess að hvatinn sé réttur þegar fólk byrjar að æfa eða huga að einhvers konar lífstílsbreytingum. Það virkar ekki að fara í ræktina til að fara að grenna sig. Það virkar eiginlega aldrei því að þetta er svo vondur hvati. Það er miklu meiri hvati að fara á æfingu því að ég veit að mér líður betur. Einnig segir hún mikilvægt að fólk sé ekki að reyna að passa inn í einhverja staðalímynd og átti sig á því að líkamar eru ólíkir og því misjafnt hvað hentar hverjum og einum. „Þegar við elskum okkur eins og við erum þá förum við að hugsa betur um okkur.“ Viðtalið við Gurrý í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Mikil hugarfarsbreyting hefur verið undanfarin ár þegar kemur að líkamlegri heilsu sem Gurrý segir vel en þó séu alltaf einhverjir sem freistist til þess að leita í skyndilausnir til að reyna að bæta heilsuna. Í haust fara af stað þættirnir Gerum betur með Gurrý á Stöð 2 en þar mun Gurrý fylgja sjö einstaklingum í átta vikur. „Þetta er allt fólk sem hefur ekkert verið að hreyfa sig og er fólk á öllum aldri. Þetta mun ekkert snúast um kíló, ekki neitt,“ segir Gurrý en þættirnir eiga að ganga út á að koma hreyfingunni inn í þeirra líf. Föstur klárlega ekki fyrir alla Í þættinum er meðal annars fræðst um hreyfingu, mataræði, föstur, streitu, breytingaskeiðið, offitu og margt fleira en Gurrý impraði á því að fólk þurfi að vera meðvitað um að það sem henti einum þurfi alls ekki að henta öllum. Sem dæmi um þetta hafi hópurinn prófað að fasta saman í 36 - 40 tíma og segir Gurrý farir sínar ekki sléttar af þeirri lífsreynslu. Ég hélt bara að ég myndi deyja. Ég varð ekkert eðlilega lasin eftir þetta. Líkaminn minn þolir þetta ekki en svo eru aðrir sem þola þetta. Ég ætla aldrei að fasta aftur. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk“ „Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu. 4. apríl 2023 13:00 „Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 29. mars 2023 11:38 Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Ekki fara í ræktina til að grennast Gurrý talaði meðal annars um skaðsemi skyndilausna þegar kemur að heilsunni og mikilvægi þess að hvatinn sé réttur þegar fólk byrjar að æfa eða huga að einhvers konar lífstílsbreytingum. Það virkar ekki að fara í ræktina til að fara að grenna sig. Það virkar eiginlega aldrei því að þetta er svo vondur hvati. Það er miklu meiri hvati að fara á æfingu því að ég veit að mér líður betur. Einnig segir hún mikilvægt að fólk sé ekki að reyna að passa inn í einhverja staðalímynd og átti sig á því að líkamar eru ólíkir og því misjafnt hvað hentar hverjum og einum. „Þegar við elskum okkur eins og við erum þá förum við að hugsa betur um okkur.“ Viðtalið við Gurrý í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Mikil hugarfarsbreyting hefur verið undanfarin ár þegar kemur að líkamlegri heilsu sem Gurrý segir vel en þó séu alltaf einhverjir sem freistist til þess að leita í skyndilausnir til að reyna að bæta heilsuna. Í haust fara af stað þættirnir Gerum betur með Gurrý á Stöð 2 en þar mun Gurrý fylgja sjö einstaklingum í átta vikur. „Þetta er allt fólk sem hefur ekkert verið að hreyfa sig og er fólk á öllum aldri. Þetta mun ekkert snúast um kíló, ekki neitt,“ segir Gurrý en þættirnir eiga að ganga út á að koma hreyfingunni inn í þeirra líf. Föstur klárlega ekki fyrir alla Í þættinum er meðal annars fræðst um hreyfingu, mataræði, föstur, streitu, breytingaskeiðið, offitu og margt fleira en Gurrý impraði á því að fólk þurfi að vera meðvitað um að það sem henti einum þurfi alls ekki að henta öllum. Sem dæmi um þetta hafi hópurinn prófað að fasta saman í 36 - 40 tíma og segir Gurrý farir sínar ekki sléttar af þeirri lífsreynslu. Ég hélt bara að ég myndi deyja. Ég varð ekkert eðlilega lasin eftir þetta. Líkaminn minn þolir þetta ekki en svo eru aðrir sem þola þetta. Ég ætla aldrei að fasta aftur. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk“ „Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu. 4. apríl 2023 13:00 „Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 29. mars 2023 11:38 Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
„Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk“ „Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu. 4. apríl 2023 13:00
„Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 29. mars 2023 11:38
Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50