Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2023 13:22 Eiríkur Rögnvaldsson segir fjármálaáætlun vekja litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún er í nú. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“ Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“
Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57