Þrjátíu og fjögur stefnumót í nítján löndum Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 13:03 Loni James er í heimsreisu og hefur það að markmiði að fara á stefnumót í hverju landi. Instagram Þegar Loni James lagði af stað í heimsreisu fyrir rúmu ári síðan var hún með einfalt markmið: Að fara á stefnumót með nýjum aðila í hverju landi sem hún heimsótti. Síðan þá hefur hún farið á alls þrjátíu og fjögur fyrstu stefnumót í nítján mismunandi löndum. James lagði af stað frá Washington-ríki í Bandaríkjunum í mars á síðasta ári. Fyrsta stopp var höfuðborg Bretlands, London. Þar kynntist hún manni á Tinder sem reyndist vera hálfur Breti og hálfur Frakki. Þau ákváðu að hittast á bar og fá sér nokkra bjóra saman en enduðu svo á að eyða fimm tímum saman. Þau fengu sér kvöldverð og spjölluðu lengi saman um ferðalög. Sérstakt þegar fólk veit að það hittist ekki aftur Þetta var fyrsta og síðasta stefnumót þeirra beggja því James hélt svo áfram í reisunni. Í viðtali við CNN segir hún frá mismunandi stefnumótunum sem hún fór á út um allan heim. Til að mynda fór James á þrettán klukkutíma langt stefnumót með egypskum manni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Hún segir manninn hafa heillað sig með brosi og tilvitnunum úr sjónvarpsþáttunum Friends. Næst fór hún á stefnumót með öðrum egypskum manni í borginni Alexandríu. Það var raunar ekki svo rómantískt stefnumót þar sem sá maður talaði við hana um fyrrverandi kærustu. „Hann þurfti greinilega einhvern til að hlusta á sig,“ útskýrir James í samtali við CNN. Á ferðum sínum segist James hafa átt virkilega náin samtöl við mikið af fólki. Hún hugsar að það hafi eitthvað með það að gera að báðir aðilar á stefnumótinu eru meðvitaðir um að þetta sé í fyrsta og síðasta skipti sem þau eiga eftir að hittast. „Það er eitthvað sérstakt sem gerist þegar fólk veit að það er aldrei að fara að sjá þig aftur.“ Skilin eftir í stormi Í viðtalinu segir James frá fleiri áhugaverðum stefnumótum sem hún fór á. Eins og þegar hún kynntist heillandi tónlistarmanni í Ítalíu. Sá keyrði um með hana á vespu og sýndi henni helstu kennileiti borgarinnar. Það voru þó ekki öll stefnumótin frábær, sum voru hreint alveg skelfileg. Eins og stefnumótið sem James fór á í Tyrklandi með manni sem varð reiður þegar hún sagðist ekki vilja neitt líkamlegt með honum. Hún segir manninn hafa skilið sig eftir í búð og lofað að koma aftur. Hún beið tímunum saman eftir manninum, að hluta til þar sem það var stormur úti, en hann kom þó aldrei aftur. Þá fór hún einnig á stefnumót með suðurafrískum manni sem hafði með sér spilastokk. Þegar stefnumótið hófst tók hann spilastokkinn fram og gerði spilagaldra. „Ég hugsa ekki þannig lengur“ James kveðst þó vera þakklát fyrir öll stefnumótin, líka þau slæmu. Áður hafði hún metið gæði stefnumóta eftir því hvernig þau enduðu. Ef stefnumótið endaði til dæmis ekki með kossi þá leit hún á það sem lélegt stefnumót. „Ég hugsa ekki þannig lengur. Ég geri mér núna grein fyrir því hvað felst í því að fara á stefnumót og ég er þakklát að fólk opni sig og gefi mér tíma, deili sögunni sinni með mér.“ Þá segir James að rómantík eigi sér margar birtingarmyndir. Það þurfi ekki að eyða miklum peningum og það sé engin sérstök jafna þar sem útkoman er rómantík. Hún segir að sér finnist það til dæmis vera rómantískt þegar menn hlusta á hana og vilja virkilega kynnast henni. Vonast til að gera fólk forvitið með bók Ferðalag James hefur ekki enn tekið enda. Hún hugsar að hún eigi eftir að ferðast um Afríku í nokkra mánuði í viðbót. Því næst ætlar hún að halda til Asíu, Ástralíu og Suður-Ameríku. Hún ætlar sér að gera ferðalaginu skil í bók sem er bæði skemmtileg og fræðandi. Kannski hafi sumt fólk ekki áhuga á að lesa bók um löndin sem hún hefur ferðast um en það gæti haft áhuga á stefnumótasögunni. Hún vonast til að fólk eigi eftir að grípa bókina til að lesa söguna hennar og læri svo í leiðinni um öll löndin. „Ég vona að fólk verði forvitið. Ég vona að þessar sögur láti fólk hlægja, dreyma, og ferðast til að kynnast áhugaverðu fólki út um allan heim. James hefur ekki fundið kærasta í ferðalaginu en hún segist vera opin fyrir því að vera í sambandi með manni sem býr í öðru landi en hún sjálf. Þó svo að hún verði einhleyp í lok ferðarinnar þá er hún þó ánægð með að hafa kynnst öllu fólkinu og menningunni. „Það er svo margt sem er hægt að læra þegar þú umkringir þig með fólki frá öllum heimshornum.“ Ferðalög Bandaríkin Ástin og lífið Tinder Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
James lagði af stað frá Washington-ríki í Bandaríkjunum í mars á síðasta ári. Fyrsta stopp var höfuðborg Bretlands, London. Þar kynntist hún manni á Tinder sem reyndist vera hálfur Breti og hálfur Frakki. Þau ákváðu að hittast á bar og fá sér nokkra bjóra saman en enduðu svo á að eyða fimm tímum saman. Þau fengu sér kvöldverð og spjölluðu lengi saman um ferðalög. Sérstakt þegar fólk veit að það hittist ekki aftur Þetta var fyrsta og síðasta stefnumót þeirra beggja því James hélt svo áfram í reisunni. Í viðtali við CNN segir hún frá mismunandi stefnumótunum sem hún fór á út um allan heim. Til að mynda fór James á þrettán klukkutíma langt stefnumót með egypskum manni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Hún segir manninn hafa heillað sig með brosi og tilvitnunum úr sjónvarpsþáttunum Friends. Næst fór hún á stefnumót með öðrum egypskum manni í borginni Alexandríu. Það var raunar ekki svo rómantískt stefnumót þar sem sá maður talaði við hana um fyrrverandi kærustu. „Hann þurfti greinilega einhvern til að hlusta á sig,“ útskýrir James í samtali við CNN. Á ferðum sínum segist James hafa átt virkilega náin samtöl við mikið af fólki. Hún hugsar að það hafi eitthvað með það að gera að báðir aðilar á stefnumótinu eru meðvitaðir um að þetta sé í fyrsta og síðasta skipti sem þau eiga eftir að hittast. „Það er eitthvað sérstakt sem gerist þegar fólk veit að það er aldrei að fara að sjá þig aftur.“ Skilin eftir í stormi Í viðtalinu segir James frá fleiri áhugaverðum stefnumótum sem hún fór á. Eins og þegar hún kynntist heillandi tónlistarmanni í Ítalíu. Sá keyrði um með hana á vespu og sýndi henni helstu kennileiti borgarinnar. Það voru þó ekki öll stefnumótin frábær, sum voru hreint alveg skelfileg. Eins og stefnumótið sem James fór á í Tyrklandi með manni sem varð reiður þegar hún sagðist ekki vilja neitt líkamlegt með honum. Hún segir manninn hafa skilið sig eftir í búð og lofað að koma aftur. Hún beið tímunum saman eftir manninum, að hluta til þar sem það var stormur úti, en hann kom þó aldrei aftur. Þá fór hún einnig á stefnumót með suðurafrískum manni sem hafði með sér spilastokk. Þegar stefnumótið hófst tók hann spilastokkinn fram og gerði spilagaldra. „Ég hugsa ekki þannig lengur“ James kveðst þó vera þakklát fyrir öll stefnumótin, líka þau slæmu. Áður hafði hún metið gæði stefnumóta eftir því hvernig þau enduðu. Ef stefnumótið endaði til dæmis ekki með kossi þá leit hún á það sem lélegt stefnumót. „Ég hugsa ekki þannig lengur. Ég geri mér núna grein fyrir því hvað felst í því að fara á stefnumót og ég er þakklát að fólk opni sig og gefi mér tíma, deili sögunni sinni með mér.“ Þá segir James að rómantík eigi sér margar birtingarmyndir. Það þurfi ekki að eyða miklum peningum og það sé engin sérstök jafna þar sem útkoman er rómantík. Hún segir að sér finnist það til dæmis vera rómantískt þegar menn hlusta á hana og vilja virkilega kynnast henni. Vonast til að gera fólk forvitið með bók Ferðalag James hefur ekki enn tekið enda. Hún hugsar að hún eigi eftir að ferðast um Afríku í nokkra mánuði í viðbót. Því næst ætlar hún að halda til Asíu, Ástralíu og Suður-Ameríku. Hún ætlar sér að gera ferðalaginu skil í bók sem er bæði skemmtileg og fræðandi. Kannski hafi sumt fólk ekki áhuga á að lesa bók um löndin sem hún hefur ferðast um en það gæti haft áhuga á stefnumótasögunni. Hún vonast til að fólk eigi eftir að grípa bókina til að lesa söguna hennar og læri svo í leiðinni um öll löndin. „Ég vona að fólk verði forvitið. Ég vona að þessar sögur láti fólk hlægja, dreyma, og ferðast til að kynnast áhugaverðu fólki út um allan heim. James hefur ekki fundið kærasta í ferðalaginu en hún segist vera opin fyrir því að vera í sambandi með manni sem býr í öðru landi en hún sjálf. Þó svo að hún verði einhleyp í lok ferðarinnar þá er hún þó ánægð með að hafa kynnst öllu fólkinu og menningunni. „Það er svo margt sem er hægt að læra þegar þú umkringir þig með fólki frá öllum heimshornum.“
Ferðalög Bandaríkin Ástin og lífið Tinder Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira