West Ham hefur nú leikið sjö leiki í röð í öllum keppnum án þess að vinna. Í þessum sjö leikjum hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk og fengið á sig 17.
Á þessum tíma hefur liðið dottið úr leik úr báðum bikarkeppnum Englands og aðeins náð í tvö stig í deildinni.
West Ham situr nú í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir jafn marga leiki, einu stigi fyrir ofan Liverpool sem situr sæti neðar.