Arnar um landsliðsþjálfarastarfið: „Það verður allavega ekki Arnar Grétarsson” Árni Gísli Magnússon skrifar 2. apríl 2023 19:23 Arnar Grétarsson tók við Val í vetur og segist ekki vera að fara að taka við landsliðinu. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir sigur gegn hans fyrrum liði, KA, í úrslitum Lengjubikarsins í leik sem fram fór á Greifavellinum á Akureyri í dag. Leikurinn fór 1-1 en Valur jafnaði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og því var gripið til vítaspyrnkukeppni þar sem Valur hafði betur; 2-3. „Þetta var tiltölulega jafn leikur. Mér fannst KA svona ívið sterkari í leiknum. Lítið um einhver dauðafæri og meira um klafs og annað í vítateignum en við höfum oft verið betri á boltanum og skapað meira en ánægður með hvernig menn svöruðu markinu sem við fengum á okkur. Það kom svona smá líf í menn og náum að jafna og alltaf gaman að vinna titla þó að þetta gefi okkur ekkert nema smá sjálfstraust fyrir tímabilið.” KA byrjaði leikinn betur fyrstu 10-15 mínúturnar og Valsliðið virtist vera nokkuð lengi í gang. „Svona stundum þróast leikurinn og þeir voru bara grimmari en við fyrstu 10 mínúturnar og mér fannst það sama vera uppi á teningnum í seinni hálfleik svo vinnum við okkur inn í leikinn og verðum betri og leikurinn jafnast og við tökum hann yfir í smá tíma og svo koma þeir aftur inn. Mér fannst ekki vera mikið um opin færi, við fengum nokkrar góðar sóknir og þeir líka eitthvað svona klafs inn í teig þar sem þeir vildu fá víti og var eitthvað verið að tala um þetta hafi ekki verið víti sem þeir fá en það er bara eins og það er. Svona heilt yfir fótboltalega séð er ég ekki alveg nógu sáttur og ég á eftir að kíkja á það en gott samt að fara með sigurinn.” Hólmar Örn Eyjólfsson fór af velli í hálfleik og Haukur Páll Sigurðsson kom inn í miðvörðinn í hans stað. Eru einhver meiðsli að plaga Hólmar? „Hann var tæpur í nára þannig við vildum ekki vera taka neina sénsa. Mótið er bara að byrja í næstu viku þannig algjör óþarfi að vera taka einhverja sénsa. Við erum með fínan bekk og nóg af mönnum inn af bekk þannig það var bara skipting út af meiðslum.” Ætla Valsmenn að bæta einhverjum leikmönnum við sig fyrir gluggalok? „Það gæti alveg orðið þannig en við erum svolítið að skoða eins og með Kristófer Jónsson hvað gerist með hann, hvort að þeir kaupi hann úti, og ef að það verður á ég von á því að við bætum við okkur. Svo erum við að fá Orra Sigurð (Ómarsson) sem bætist í hópinn. Ég veit ekki nákvæmlega með Patrick Pedersen, hvenær hann verður klár, en það eru einhverjar 4-8 vikur geri ég rað fyrir. Við munum klárlega styrkjast þegar þessir leikmenn koma inn. Svo eru margir að spila sínar fyrstu mínútur, Tryggvi Hrafn hefur ekki spilað mikið og Andri Rúnar, þetta er svona fyrsti alvöru leikur hans í Valsbúningi þannig bara með hverri einustu viku verðum við sterkari.” Arnar Grétarsson hefur verið nefndur í umræðunni um nýjan landsliðsþjálfara Íslands. Hefur einvher heyrt í honum varðandi stöðuna? „Nei, ég er bara hrikalega ánægður á þeim stað sem ég er og landsliðsverkefni er ekkert á döfinni hvort sem það poppar upp eða ekki. Vonandi finna þeir bara fljótlega einhvern flottan kandídat sem getur tekið landsliðið áfram. Það verður allavega ekki Arnar Grétarsson.” Að lokum var Arnar spurður hvort hann væri hér með að gefa það út að hann myndi ekki taka landsliðsþjálfarastarfið ef það myndi bjóðast? „Nei, það er alveg klárt.” Valur KA Tengdar fréttir Slæmt tap hjá Kristianstad en Diljá skoraði fyrir Norrköping Kristianstad tapaði á útivelli fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Diljá Ýr Zomers fyrir Norrköping sem vann góðan útisigur á Kalmar. 2. apríl 2023 15:27 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Leikurinn fór 1-1 en Valur jafnaði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og því var gripið til vítaspyrnkukeppni þar sem Valur hafði betur; 2-3. „Þetta var tiltölulega jafn leikur. Mér fannst KA svona ívið sterkari í leiknum. Lítið um einhver dauðafæri og meira um klafs og annað í vítateignum en við höfum oft verið betri á boltanum og skapað meira en ánægður með hvernig menn svöruðu markinu sem við fengum á okkur. Það kom svona smá líf í menn og náum að jafna og alltaf gaman að vinna titla þó að þetta gefi okkur ekkert nema smá sjálfstraust fyrir tímabilið.” KA byrjaði leikinn betur fyrstu 10-15 mínúturnar og Valsliðið virtist vera nokkuð lengi í gang. „Svona stundum þróast leikurinn og þeir voru bara grimmari en við fyrstu 10 mínúturnar og mér fannst það sama vera uppi á teningnum í seinni hálfleik svo vinnum við okkur inn í leikinn og verðum betri og leikurinn jafnast og við tökum hann yfir í smá tíma og svo koma þeir aftur inn. Mér fannst ekki vera mikið um opin færi, við fengum nokkrar góðar sóknir og þeir líka eitthvað svona klafs inn í teig þar sem þeir vildu fá víti og var eitthvað verið að tala um þetta hafi ekki verið víti sem þeir fá en það er bara eins og það er. Svona heilt yfir fótboltalega séð er ég ekki alveg nógu sáttur og ég á eftir að kíkja á það en gott samt að fara með sigurinn.” Hólmar Örn Eyjólfsson fór af velli í hálfleik og Haukur Páll Sigurðsson kom inn í miðvörðinn í hans stað. Eru einhver meiðsli að plaga Hólmar? „Hann var tæpur í nára þannig við vildum ekki vera taka neina sénsa. Mótið er bara að byrja í næstu viku þannig algjör óþarfi að vera taka einhverja sénsa. Við erum með fínan bekk og nóg af mönnum inn af bekk þannig það var bara skipting út af meiðslum.” Ætla Valsmenn að bæta einhverjum leikmönnum við sig fyrir gluggalok? „Það gæti alveg orðið þannig en við erum svolítið að skoða eins og með Kristófer Jónsson hvað gerist með hann, hvort að þeir kaupi hann úti, og ef að það verður á ég von á því að við bætum við okkur. Svo erum við að fá Orra Sigurð (Ómarsson) sem bætist í hópinn. Ég veit ekki nákvæmlega með Patrick Pedersen, hvenær hann verður klár, en það eru einhverjar 4-8 vikur geri ég rað fyrir. Við munum klárlega styrkjast þegar þessir leikmenn koma inn. Svo eru margir að spila sínar fyrstu mínútur, Tryggvi Hrafn hefur ekki spilað mikið og Andri Rúnar, þetta er svona fyrsti alvöru leikur hans í Valsbúningi þannig bara með hverri einustu viku verðum við sterkari.” Arnar Grétarsson hefur verið nefndur í umræðunni um nýjan landsliðsþjálfara Íslands. Hefur einvher heyrt í honum varðandi stöðuna? „Nei, ég er bara hrikalega ánægður á þeim stað sem ég er og landsliðsverkefni er ekkert á döfinni hvort sem það poppar upp eða ekki. Vonandi finna þeir bara fljótlega einhvern flottan kandídat sem getur tekið landsliðið áfram. Það verður allavega ekki Arnar Grétarsson.” Að lokum var Arnar spurður hvort hann væri hér með að gefa það út að hann myndi ekki taka landsliðsþjálfarastarfið ef það myndi bjóðast? „Nei, það er alveg klárt.”
Valur KA Tengdar fréttir Slæmt tap hjá Kristianstad en Diljá skoraði fyrir Norrköping Kristianstad tapaði á útivelli fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Diljá Ýr Zomers fyrir Norrköping sem vann góðan útisigur á Kalmar. 2. apríl 2023 15:27 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Slæmt tap hjá Kristianstad en Diljá skoraði fyrir Norrköping Kristianstad tapaði á útivelli fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Diljá Ýr Zomers fyrir Norrköping sem vann góðan útisigur á Kalmar. 2. apríl 2023 15:27