Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 19:20 Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Steingrímur Dúi Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. „Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01