92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 20:01 „Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára. Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira