Viðskipti innlent

Bankar hækka vexti hver á fætur öðrum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða í fyrra. 
Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða í fyrra.  Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur breytt vöxtum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Sem dæmi hafa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækkað um eitt prósent og standa nú í níu prósentum. Arion banki gerði slíkt hið sama í vikunni. 

Breytingar Landsbankans taka gildi strax í dag. Í tilkynningu frá bankanum segir að vaxtabreytingarnar taki mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.

Lántakar finna væntanlega fyrir breytingum á útlánavöxtum en eins og fyrr segir standa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum í níu prósentum. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig og kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um eitt prósentustig.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

Innlánavextir

  • Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 1,0 prósentustig.
  • Viðskiptavinir fá 7,00% vexti þegar þeir spara í appinu.

  • Vextir á óverðtryggðum Fasteignagrunni verða 7,65%.

  • Vextir á Kjörbók hækka um 1,00 prósentustig.

  • Vextir almennra veltureikninga fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig.

  • Vextir á verðtryggðum sparireikningum hækka um 0,25 prósentustig.

Útlánavextir

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 1,00 prósentustig og verða 9,00%.
  • Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig.
  • Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
  • Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
  • Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 1,00 prósentustig.
  • Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,25 prósentustig.

Arion banki breytti vöxtum einnig í vikunni. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðavextir haldast í 9,2 prósentum en óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um eitt prósentustig og verða 9,34 prósent. Yfirdráttavextir og vextir greiðsludreifinga hækka um eitt prósentustig.


Tengdar fréttir

„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×