Rétti tíminn til að byggja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2023 12:00 Sigurður Ingi segir nýja fjármálaáætlun ekki standa í vegi fyrir framkvæmdum. Stöð 2/Ívar Fannar Sveitarstjórnarráðherra segir rétta tímann núna, þegar margt bendi til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“ Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“
Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira