Rétti tíminn til að byggja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2023 12:00 Sigurður Ingi segir nýja fjármálaáætlun ekki standa í vegi fyrir framkvæmdum. Stöð 2/Ívar Fannar Sveitarstjórnarráðherra segir rétta tímann núna, þegar margt bendi til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“ Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“
Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira