Tilkynning um slysið barst um klukkan 14:45. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn um borð í bílnum og einn hestur í kerrunni. Báðir virðist hafa sloppið við teljandi meiðsli.
Slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði og því var dælubíll slökkviliðs sendur á staðinn til öryggis.
Rétt fyrir klukkan fjögur var bifreiðin enn á slysstað og unnið var að því að koma henni upp á krók.
Fréttin hefur verið uppfærð.