„Varnarleikurinn er orðinn okkar haldreipi“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2023 22:45 Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. Vísir / Hulda Margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara í Subway-deild karla sagði að ákafur varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að gríðarstórum sigri þeirra á Grindavík í kvöld. Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn