Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2023 20:59 Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad. Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad.
Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36