Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2023 20:59 Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad. Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad.
Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36