Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á nýársnótt Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stunguárás í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Annar tveggja manna sem hann átti í átökum við hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Fórnarlambs manndrápstilraunarinnar var sýknað af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar. Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar.
Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira