Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á nýársnótt Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stunguárás í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Annar tveggja manna sem hann átti í átökum við hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Fórnarlambs manndrápstilraunarinnar var sýknað af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar. Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar.
Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira