Lífið

Fylgist með sjö Íslendingum í átta vikur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins.
Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins.

Einkaþjálfarinn Guðríður Torfadóttir fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 á næstunni sem kallast einfaldlega Gerum betur með Gurrý en hún vakti fyrst athygli hér á landi sem þáttastjórnandi í raunveruleikaþáttunum The Biggest Loser á Íslandi.

„Þetta eru auðvitað heilsuþættir sem fjalla um allskonar heilsutengt. Hreyfingu, mataræði, föstur, streitu, breytingaskeiðið, offitu og bara margt annað,“ segir Gurrý til að byrja með í viðtali við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Við fengum til liðs við okkur sjö einstaklinga sem eru með okkur í gegnum allt ferlið. Þetta er allt fólk sem hefur ekkert verið að hreyfa sig og er fólk á öllum aldri. Þetta mun ekkert snúast um kíló, ekki neitt,“ segir Gurrý en þættirnir eiga að ganga út á að koma hreyfingunni inn í þeirra líf.

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn er einn af þessum einstaklingum sem Gurrý mun fylgja eftir.

„Það sem mig langaði svo að sjá hvað gerist á átta vikum þegar þau hreyfa sig tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Gerist eitthvað á átta vikum. Oft byrjum við að hreyfa okkur og við finnum engan rosalegan mun því þetta tekur oft svolítið langan tíma. Það var því forvitni mín sem vildi kanna þetta.“

Þættirnir verða sjö talsins.

„Það má segja að það hafi verið árangur eftir þessar átta vikur,“ segir Gurrý en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×