Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 23:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem lögð var fram á dómsmálaráðherra í dag sé ekki neitt skemmtiefni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. Þingflokksformenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins lögðu í gær fram vantrausttillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar. „Ekki neitt skemmtiefni“ Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann seinnipartinn í gær að tillagan varpaði skugga á stjórnarsamstarfið. „Jú að sjálfsögðu er það ekki neitt skemmtiefni þegar vantrauststillaga er lögð fram og ég vænti þess að hún verði tekin fyrir á þinginu, jafnvel strax á morgun," sagði Katrín. Klippa: Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Hún hefði ekki séð tillöguna sjálfa en staða Jóns væri óbreytt í ríkisstjórninni. „Nú liggur bara þessi tillaga fyrir. Við höfum ekki einu sinni náð að ræða hana í mínum þingflokki og ég hef ekki einu sinni séð tillöguna. En staða dómsmálaráðherra er óbreytt í ríkisstjórninni.“ Átján mánuðir liðnir Þegar tilkynnt var um að Jón yrði dómsmálaráðherra var tekið fram að hann myndi aðeins gegna því embætti í átján mánuði. Eftir það tæki Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins við af honum. Nú eru þessir átján mánuðir liðnir, stendur það ennþá til? „Ég veit ekki annað og vænti þess að formaður Sjálfstæðisflokksins geti betur svarað því en ég.“ Fréttin var uppfærð klukkan 07:50. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þingflokksformenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins lögðu í gær fram vantrausttillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar. „Ekki neitt skemmtiefni“ Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann seinnipartinn í gær að tillagan varpaði skugga á stjórnarsamstarfið. „Jú að sjálfsögðu er það ekki neitt skemmtiefni þegar vantrauststillaga er lögð fram og ég vænti þess að hún verði tekin fyrir á þinginu, jafnvel strax á morgun," sagði Katrín. Klippa: Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Hún hefði ekki séð tillöguna sjálfa en staða Jóns væri óbreytt í ríkisstjórninni. „Nú liggur bara þessi tillaga fyrir. Við höfum ekki einu sinni náð að ræða hana í mínum þingflokki og ég hef ekki einu sinni séð tillöguna. En staða dómsmálaráðherra er óbreytt í ríkisstjórninni.“ Átján mánuðir liðnir Þegar tilkynnt var um að Jón yrði dómsmálaráðherra var tekið fram að hann myndi aðeins gegna því embætti í átján mánuði. Eftir það tæki Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins við af honum. Nú eru þessir átján mánuðir liðnir, stendur það ennþá til? „Ég veit ekki annað og vænti þess að formaður Sjálfstæðisflokksins geti betur svarað því en ég.“ Fréttin var uppfærð klukkan 07:50.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42