Magnús margsaga um atburðarásina örlagaríku í Barðavogi Bjarki Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. mars 2023 11:39 Magnús Aron neitar því að hafa ætlað að bana Gylfa Bergmanni Heimissyni í Barðavogi í júní í fyrra. Vísir/Vilhelm Magnús Aron Magnússon sem ákærður er fyrir morð í Barðavogi í fyrra neitaði fyrir við aðalmeðferð málsins fyrir dómi í dag að hafa sparkað ítrekað í höfuð Gylfa Bergmanns Heimissonar sem lést af áverkum sínum. Hann hafði þó lýst slíkum spörkum við lögreglumenn daginn örlagaríka en sú frásögn var tekin upp á búkmyndavél lögreglumanns. Magnús Aron hafði litlar skýringar á því hvers vegna litlir áverkar hefðu verið á honum eftir átökin. Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið með þeim afleiðingum að Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Magnús Aron var metinn sakhæfur af geðlækni og mætti í fylgd lögreglumanna í dómsal. Það var laugardagskvöldið 4. júní um klukkan 19:30 sem lögreglu barst tilkynning um andlát manns á fimmtugsaldri. Karlmaður um þrítugt hefði verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og talið að mögulega væri um morð að ræða. Magnús Aron bjó með móður sinni í húsinu. Lögreglu hafði sólarhringinn á undan verið gert viðvart vegna ofbeldisfullrar hegðunar Magnúsar gagnvart íbúa á miðhæð hússins; Gylfi bjó í kjallaranum og Magnús í risíbúð. Lögregla kannaði málið án þess að fjarlægja Magnús Aron af heimilinu. Ástæða er til að vara lesendur við grafískum lýsingum ákærða á atburðarásinni hér að neðan. Hringdi sjálfur í Neyðarlínuna Magnús Aron sagði við aðalmeðferðina í dag að bankað hefði verið á dyr hans af krafti um sjöleytið og hann farið til dyra. Þar hefði Gylfi verið og smeygt sér inn um rifu á dyrnum. Magnús hefði hringt honum út og átök hafist. Magnús sagðist hafa verið kýldur fjórum sinnum og þeir togast niður stigann þar sem slagsmál hefðu haldið áfram. Magnús lýsti því að hafa skallað Gylfa tvisvar og sparkað í andlit hans. Þá hafi hann sparkað í maga Gylfa sem hafi reynt að taka hann niður í jörðina. Magnús hafi haldið honum þar niðri. Magnús lýsti því að þarna hafi þeir legið utandyra og mikil átök verið. Hann hafi aftur sparkað í Gylfa og slegið, brotið á honum kjálkann og í framhaldinu rotað hann. Þá sagðist Magnús hafa farið upp í íbúðina og sótt símann sinn. Hann hefði sjálfur hringt í Neyðarlínuna og farið inn að klæða sig. Hann hefði farið úr að ofan því Gylfi hefði rifið í fötin hans í átökunum. Svo hafi hann sest niður í beð fyrir utan og beðið eftir lögreglu. Búinn að snúa sólarhringnum við Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari spurði Magnús frekar út í atburðina þetta laugardagskvöld í júní í fyrra. Hann sagðist hafa búið í húsinu frá árinu 2015 og aldrei átt í neinum samskiptum við Gylfa. Vitað lítið um hann. En til að koma honum niður tröppurnar hafi hann gert „það sem hann þurfti að gera“. „Ég var illa sofinn og mjög þreyttur. Ég myndi segja að ég hafi ekki verið best settur til að eiga við eitthvað svona. Ég var búinn að snúa sólarhringnum við,“ sagði Magnús. Saksóknari reyndi að spyrja Magnús út í samskiptin við nágranna á miðhæðinni í húsinu en Magnús vildi ekki svara þeim og virkaði pirraður á spurningum saksóknara. Þá vildi hann ekki svara spurningum þess efnis hvað hann hefði verið að gera á þessum tíma. Hvort hann hefði verið í námi eða vinnu. Í framhaldinu tók Bjarni Hauksson verjandi hans við að spyrja. Hafi ekki viljað bana Gylfa Magnús sagði bankið á hurðina hafa verið harkalegt. Gylfi hefði stigið inn og sagt þá þurfa að tala saman. Magnús hafi ekki verið búinn að segja neitt. Aðspurður hver hafi átt fyrstu snertinguna lyfti Magnús brúnum og starði á verjanda sinn. Sagðist svo ekki muna hver hefði byrjað átökin. Hann sagðist hafa verið hræddur við Gylfa. Hann væri ekki mikið hávaxnari en litið út fyrir að vera ansi breiður og auk þess eldri og þroskaðri. Hann hafi rætt við fleiri sem sætt hafa gæsluvarðhaldi sem hafi upplifað svipaðar aðstæður og hann upplifði umrætt kvöld. Hann hafi verið hissa og smá smeykur. Fallið niður stigann hafi minnt hann á rússíbana og gerst allt í einu. Þeir hafi fallið saman niður í átökum. Hann hafi aldrei hugsað þannig að hann vildi bana honum í átökunum. Þá þvertók Magnús fyrir að hafa veitt honum högg eftir að Gylfi rotaðist. Aðspurður um hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér sagðist Magnús ekki vilja svara persónulegum spurningum. Aðeins spurningum er sneru að sakarefninu. Lýsti einelti af hendi nágranna á miðhæð Magnús staðfesti fyrir dómi að ósætti hefði verið á milli hans og fólksins á miðhæðinni í húsinu. Hann taldi Gylfa hafa ætlað að ræða um það og því bankað hjá honum. Gylfi hafi virst edrú og skýr þegra hann bankaði en verið æstur og ekki glaður að sjá. Saksóknari spurði Magnús hvort hann hefði talið að hann ætti eitthvað sökótt við sig. Hvers vegna Gylfi hefði mætt en ekki fólkið á miðhæðinni? Magnús sagði nágrannann á miðhæðinni ekki vera „alpha“-týpa heldur nörd. Ekki týpan sem vildi standa í einhverju svona. Hann sagði fólkið á miðhæðinni hafa lagt sig í einelti og ekki komið fram við hann eins og manneskju. Hann hefði gert tilraun til að vera kurteis við nágrannana þegar þeir fluttu inn en fengið snubbótt svör. Þá hefði nágranninn logið að sér og í framhaldinu hefði Magnús ákveðið að halda sig frá nágrannanum. Þau hefðu þó pælt mikið í Magnúsi og oft heyrst á milli hæða þegar þau ræddu Magnús við gesti. Þau hefðu sagt gestum að hann væri skrýtinn og kynni ekki að tala. Magnús hefði því litið svo á að hann ætti enga samleið með þessum nágranna sínum. Magnús hefði verið atvinnulaus á þessum tíma og nágranninn endurtekið vælt yfir því. Sagði skýrslu lögreglu falsaða Þá var Magnús spurður út í dæld í jörðinni þar sem höfuð Gylfa lá. Magnús sagði fleiri holur hafa verið á jörðinni og þetta hefði ekki verið „fullkomin hola“. Þá hefði hann aðeins haldið áfram að slást því Gylfi hefði gert það. Það hefði Gylfi sýnt með því að fara ekki. Magnús var tvísaga þegar hann var spurður hvort hann hefði verið standandi eða liggjandi þegar hann rotaði Gylfa. Fyrir dómi sagðist hann alveg viss um að Gylfi hefði verið standandi. Það var í mótsögn við framburð hans hjá lögreglu þar sem hann sagði Gylfa hafa verið liggjandi. Magnús sagðist hafa verið illa sofinn og skýrslutakan verið strax eftir atvikið. Hann hefði ekki verið í ástandi til að vera yfirheyrður og ekki sagt rétt frá. Þá lýsti Magnús því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa ítrekað sparkað í andlit Gylfa en neitaði fyrir það í dómsal í dag. Taldi hann lögreglu hafa ritað skýrsluna honum í óhag. Upptaka á yfirheyrslunni gæti staðfest það. Saksóknari þvertók fyrir þetta og sagði skrifaða skýrslu í samræmi við upptöku. Magnús hélt því á móti fram að búið væri að breyta skýrslunni í ritvinnsluforritinu Microsoft Word. En svo væru tíu mánuðir síðan svo hann myndi þetta ekki allt saman. Hann hefði þó verið illa sofinn og ekki í neinu ástandi til að vera yfirheyrður. Sagðist telja Gylfa geta beitt vopni Magnús lýsti því í skýrslutöku að hafa verið kominn í „prímatískt eðli“ og myndi í raun ekkert eftir fyrstu og annarri skýrslutöku. Hann vildi meina að hann hefði verið sérstaklega varkár því hann hefði ekki verið heima hjá sér. Hann hefði aldrei lent í slíkum aðstæðum áður og ekki þurft að lýsa því áður. Hann hefði mögulega notað rangan orðaforða. Saksóknari spurði Magnús hvers vegna hann hefði ekki verið með meiri áverka eftir öll þessi átök og fjölda högga frá Gylfa, eins og Magnús hefði lýst. Magnús sagðist muna eftir einhverjum höggum en ekkert nákvæmt. Hann hefði ekki verið að telja höggin í slagsmálunum. Þá sagðist hann hafa óttast að Gylfi gæti sótt sér vopn og því ákveðið að ganga hart fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu hélt Magnús því fram að fólkið á miðhæðinni hefði sent Gylfa á sig. Magnús vildi ekki tjá sig um þetta fyrir dómi. Lýsti höggum og spörkum við lögreglumenn Myndband var spilað úr búkmyndavél lögreglu á vettvangi í dómsal. Í myndbandinu sést lögreglumaður ræða við Magnús í fangaklefa. Þar situr hann í opnum klefa, klæddur í stuttbuxur og hlýrabol. Hann leikur fyrir lögreglumenn hvernig rothöggið leit út. Hann segist hafa dottið meira en Gylfi og lamið hann meira til að ganga úr skugga um að hann væri yfirbugaður. Þá sýnir hann lögreglu hvernig hann kýldi Gylfa á meðan hann lá yfir honum. Þá segir hann lögreglu að hann hafi sparkað fjórum sinnum í hann. Gylfi hafi litið út fyrir að vera að flá flogakast. Hann sýnir lögreglumönnum hvernig hann sparkaði. Að myndbandinu loknu var Magnús spurður út í það. Magnús sagði lýsingu sína í fangaklefanum ekki hafa verið rétta. Hann hefði verið þreyttur. Ítrekaði að hann hefði ekki verið í neinu ástandi til að lýsa átökunum almennilega. Hann hafi einungis verið að spjalla við lögreglumennina af því hann kannaðist við annan þeirra. Sparkaði ungur að árum í hunda Verjandi spurði Magnús nánar út í myndbandið. Magnús sagðist ekkert muna eftir spjallinu í fangaklefanum. Honum hefði ekki verið tjáð að verið væri að yfirheyra hann. Honum hefði ekki verið sagt að hann þyrfti ekki að tjá sig og því síður að hann ætti rétt á að hafa lögmann viðstaddan. Heldur ekki hvort hann væri í ástandi til að svara spurningum. Sagðist í raun ekki muna eftir neinu sem gerðist í klefanum. Blóð fannst á dyrakarminum í risíbúðinni sem Magnús sagðist ekkert kannast við. Þá neitaði hann að tjá sig um samskiptin við nágranna á miðhæð kvöldið áður. Aðspurður um gæsluvarðhaldið sagði hann að það hefði gengið mjög vel. Honum leiddist þó og voðalega takmarkað sem hann hefði fyrir stafni. Honum hefði liðið betur í íbúðinni með móður sinni. Þar hafi hann haft síma, engar girðingar, horft á sjónvarpið, hlustað á hlaðvörp og farið í göngutúra. Ekkert hafi plagað hann sérstaklega við að búa heima. Mamma hans hafi verslað og Magnús séð um að fara með hluti upp á háaloft og með dót upp og niður stigana. Þá hefði hann séð um uppvask. Hann hefði lítið farið út en þá helst á kvöldin. Magnús var spurður að því hvers vegna hann hefði á yngri árum sparkað í hunda. Það hafi verið fyrir löngu. Hann hafi ekki fengið neina aðstoð vegna þeirrar hegðunar en heldur ekki sóst eftir henni. Þá nefndi hann að hann væri óvanur aðstæðum líkt og þeim sem væru í héraðsdómi og það gæti verið ástæða fyrir því að hann virkaði kaldur í svörum sínum. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið með þeim afleiðingum að Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Magnús Aron var metinn sakhæfur af geðlækni og mætti í fylgd lögreglumanna í dómsal. Það var laugardagskvöldið 4. júní um klukkan 19:30 sem lögreglu barst tilkynning um andlát manns á fimmtugsaldri. Karlmaður um þrítugt hefði verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og talið að mögulega væri um morð að ræða. Magnús Aron bjó með móður sinni í húsinu. Lögreglu hafði sólarhringinn á undan verið gert viðvart vegna ofbeldisfullrar hegðunar Magnúsar gagnvart íbúa á miðhæð hússins; Gylfi bjó í kjallaranum og Magnús í risíbúð. Lögregla kannaði málið án þess að fjarlægja Magnús Aron af heimilinu. Ástæða er til að vara lesendur við grafískum lýsingum ákærða á atburðarásinni hér að neðan. Hringdi sjálfur í Neyðarlínuna Magnús Aron sagði við aðalmeðferðina í dag að bankað hefði verið á dyr hans af krafti um sjöleytið og hann farið til dyra. Þar hefði Gylfi verið og smeygt sér inn um rifu á dyrnum. Magnús hefði hringt honum út og átök hafist. Magnús sagðist hafa verið kýldur fjórum sinnum og þeir togast niður stigann þar sem slagsmál hefðu haldið áfram. Magnús lýsti því að hafa skallað Gylfa tvisvar og sparkað í andlit hans. Þá hafi hann sparkað í maga Gylfa sem hafi reynt að taka hann niður í jörðina. Magnús hafi haldið honum þar niðri. Magnús lýsti því að þarna hafi þeir legið utandyra og mikil átök verið. Hann hafi aftur sparkað í Gylfa og slegið, brotið á honum kjálkann og í framhaldinu rotað hann. Þá sagðist Magnús hafa farið upp í íbúðina og sótt símann sinn. Hann hefði sjálfur hringt í Neyðarlínuna og farið inn að klæða sig. Hann hefði farið úr að ofan því Gylfi hefði rifið í fötin hans í átökunum. Svo hafi hann sest niður í beð fyrir utan og beðið eftir lögreglu. Búinn að snúa sólarhringnum við Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari spurði Magnús frekar út í atburðina þetta laugardagskvöld í júní í fyrra. Hann sagðist hafa búið í húsinu frá árinu 2015 og aldrei átt í neinum samskiptum við Gylfa. Vitað lítið um hann. En til að koma honum niður tröppurnar hafi hann gert „það sem hann þurfti að gera“. „Ég var illa sofinn og mjög þreyttur. Ég myndi segja að ég hafi ekki verið best settur til að eiga við eitthvað svona. Ég var búinn að snúa sólarhringnum við,“ sagði Magnús. Saksóknari reyndi að spyrja Magnús út í samskiptin við nágranna á miðhæðinni í húsinu en Magnús vildi ekki svara þeim og virkaði pirraður á spurningum saksóknara. Þá vildi hann ekki svara spurningum þess efnis hvað hann hefði verið að gera á þessum tíma. Hvort hann hefði verið í námi eða vinnu. Í framhaldinu tók Bjarni Hauksson verjandi hans við að spyrja. Hafi ekki viljað bana Gylfa Magnús sagði bankið á hurðina hafa verið harkalegt. Gylfi hefði stigið inn og sagt þá þurfa að tala saman. Magnús hafi ekki verið búinn að segja neitt. Aðspurður hver hafi átt fyrstu snertinguna lyfti Magnús brúnum og starði á verjanda sinn. Sagðist svo ekki muna hver hefði byrjað átökin. Hann sagðist hafa verið hræddur við Gylfa. Hann væri ekki mikið hávaxnari en litið út fyrir að vera ansi breiður og auk þess eldri og þroskaðri. Hann hafi rætt við fleiri sem sætt hafa gæsluvarðhaldi sem hafi upplifað svipaðar aðstæður og hann upplifði umrætt kvöld. Hann hafi verið hissa og smá smeykur. Fallið niður stigann hafi minnt hann á rússíbana og gerst allt í einu. Þeir hafi fallið saman niður í átökum. Hann hafi aldrei hugsað þannig að hann vildi bana honum í átökunum. Þá þvertók Magnús fyrir að hafa veitt honum högg eftir að Gylfi rotaðist. Aðspurður um hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér sagðist Magnús ekki vilja svara persónulegum spurningum. Aðeins spurningum er sneru að sakarefninu. Lýsti einelti af hendi nágranna á miðhæð Magnús staðfesti fyrir dómi að ósætti hefði verið á milli hans og fólksins á miðhæðinni í húsinu. Hann taldi Gylfa hafa ætlað að ræða um það og því bankað hjá honum. Gylfi hafi virst edrú og skýr þegra hann bankaði en verið æstur og ekki glaður að sjá. Saksóknari spurði Magnús hvort hann hefði talið að hann ætti eitthvað sökótt við sig. Hvers vegna Gylfi hefði mætt en ekki fólkið á miðhæðinni? Magnús sagði nágrannann á miðhæðinni ekki vera „alpha“-týpa heldur nörd. Ekki týpan sem vildi standa í einhverju svona. Hann sagði fólkið á miðhæðinni hafa lagt sig í einelti og ekki komið fram við hann eins og manneskju. Hann hefði gert tilraun til að vera kurteis við nágrannana þegar þeir fluttu inn en fengið snubbótt svör. Þá hefði nágranninn logið að sér og í framhaldinu hefði Magnús ákveðið að halda sig frá nágrannanum. Þau hefðu þó pælt mikið í Magnúsi og oft heyrst á milli hæða þegar þau ræddu Magnús við gesti. Þau hefðu sagt gestum að hann væri skrýtinn og kynni ekki að tala. Magnús hefði því litið svo á að hann ætti enga samleið með þessum nágranna sínum. Magnús hefði verið atvinnulaus á þessum tíma og nágranninn endurtekið vælt yfir því. Sagði skýrslu lögreglu falsaða Þá var Magnús spurður út í dæld í jörðinni þar sem höfuð Gylfa lá. Magnús sagði fleiri holur hafa verið á jörðinni og þetta hefði ekki verið „fullkomin hola“. Þá hefði hann aðeins haldið áfram að slást því Gylfi hefði gert það. Það hefði Gylfi sýnt með því að fara ekki. Magnús var tvísaga þegar hann var spurður hvort hann hefði verið standandi eða liggjandi þegar hann rotaði Gylfa. Fyrir dómi sagðist hann alveg viss um að Gylfi hefði verið standandi. Það var í mótsögn við framburð hans hjá lögreglu þar sem hann sagði Gylfa hafa verið liggjandi. Magnús sagðist hafa verið illa sofinn og skýrslutakan verið strax eftir atvikið. Hann hefði ekki verið í ástandi til að vera yfirheyrður og ekki sagt rétt frá. Þá lýsti Magnús því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa ítrekað sparkað í andlit Gylfa en neitaði fyrir það í dómsal í dag. Taldi hann lögreglu hafa ritað skýrsluna honum í óhag. Upptaka á yfirheyrslunni gæti staðfest það. Saksóknari þvertók fyrir þetta og sagði skrifaða skýrslu í samræmi við upptöku. Magnús hélt því á móti fram að búið væri að breyta skýrslunni í ritvinnsluforritinu Microsoft Word. En svo væru tíu mánuðir síðan svo hann myndi þetta ekki allt saman. Hann hefði þó verið illa sofinn og ekki í neinu ástandi til að vera yfirheyrður. Sagðist telja Gylfa geta beitt vopni Magnús lýsti því í skýrslutöku að hafa verið kominn í „prímatískt eðli“ og myndi í raun ekkert eftir fyrstu og annarri skýrslutöku. Hann vildi meina að hann hefði verið sérstaklega varkár því hann hefði ekki verið heima hjá sér. Hann hefði aldrei lent í slíkum aðstæðum áður og ekki þurft að lýsa því áður. Hann hefði mögulega notað rangan orðaforða. Saksóknari spurði Magnús hvers vegna hann hefði ekki verið með meiri áverka eftir öll þessi átök og fjölda högga frá Gylfa, eins og Magnús hefði lýst. Magnús sagðist muna eftir einhverjum höggum en ekkert nákvæmt. Hann hefði ekki verið að telja höggin í slagsmálunum. Þá sagðist hann hafa óttast að Gylfi gæti sótt sér vopn og því ákveðið að ganga hart fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu hélt Magnús því fram að fólkið á miðhæðinni hefði sent Gylfa á sig. Magnús vildi ekki tjá sig um þetta fyrir dómi. Lýsti höggum og spörkum við lögreglumenn Myndband var spilað úr búkmyndavél lögreglu á vettvangi í dómsal. Í myndbandinu sést lögreglumaður ræða við Magnús í fangaklefa. Þar situr hann í opnum klefa, klæddur í stuttbuxur og hlýrabol. Hann leikur fyrir lögreglumenn hvernig rothöggið leit út. Hann segist hafa dottið meira en Gylfi og lamið hann meira til að ganga úr skugga um að hann væri yfirbugaður. Þá sýnir hann lögreglu hvernig hann kýldi Gylfa á meðan hann lá yfir honum. Þá segir hann lögreglu að hann hafi sparkað fjórum sinnum í hann. Gylfi hafi litið út fyrir að vera að flá flogakast. Hann sýnir lögreglumönnum hvernig hann sparkaði. Að myndbandinu loknu var Magnús spurður út í það. Magnús sagði lýsingu sína í fangaklefanum ekki hafa verið rétta. Hann hefði verið þreyttur. Ítrekaði að hann hefði ekki verið í neinu ástandi til að lýsa átökunum almennilega. Hann hafi einungis verið að spjalla við lögreglumennina af því hann kannaðist við annan þeirra. Sparkaði ungur að árum í hunda Verjandi spurði Magnús nánar út í myndbandið. Magnús sagðist ekkert muna eftir spjallinu í fangaklefanum. Honum hefði ekki verið tjáð að verið væri að yfirheyra hann. Honum hefði ekki verið sagt að hann þyrfti ekki að tjá sig og því síður að hann ætti rétt á að hafa lögmann viðstaddan. Heldur ekki hvort hann væri í ástandi til að svara spurningum. Sagðist í raun ekki muna eftir neinu sem gerðist í klefanum. Blóð fannst á dyrakarminum í risíbúðinni sem Magnús sagðist ekkert kannast við. Þá neitaði hann að tjá sig um samskiptin við nágranna á miðhæð kvöldið áður. Aðspurður um gæsluvarðhaldið sagði hann að það hefði gengið mjög vel. Honum leiddist þó og voðalega takmarkað sem hann hefði fyrir stafni. Honum hefði liðið betur í íbúðinni með móður sinni. Þar hafi hann haft síma, engar girðingar, horft á sjónvarpið, hlustað á hlaðvörp og farið í göngutúra. Ekkert hafi plagað hann sérstaklega við að búa heima. Mamma hans hafi verslað og Magnús séð um að fara með hluti upp á háaloft og með dót upp og niður stigana. Þá hefði hann séð um uppvask. Hann hefði lítið farið út en þá helst á kvöldin. Magnús var spurður að því hvers vegna hann hefði á yngri árum sparkað í hunda. Það hafi verið fyrir löngu. Hann hafi ekki fengið neina aðstoð vegna þeirrar hegðunar en heldur ekki sóst eftir henni. Þá nefndi hann að hann væri óvanur aðstæðum líkt og þeim sem væru í héraðsdómi og það gæti verið ástæða fyrir því að hann virkaði kaldur í svörum sínum.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15