Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er lokað á Fjarðarheiði og ófært á Vatnsskarði eystra. Ekki verður hægt að opna í dag. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Austurlandi og þæfingur í Berufirði.
Austurland: Lokað er á Fjarðarheiði og ófært á Vatnsskarði eystra en ekki verður hægt að opna í dag. Hálka eða snjóþekja eru á flestum leiðum. Þæfingur er í Berufirði. Vondu veðri er spáð á svæðinu næstu tvo sólahringa. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 29, 2023
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að allt til morguns verði hvasst í Öræfum, einkum við Svínafell og Sandfell. Hviður þvert á veg, allt að 35 til 45 m/s.
„Á Fagradal og Fjaðarheiði er spáð vaxandi vindi með hríðarveðri, einkum eftir kl.18. Að mestu krapi á láglendi og hlánar á fjörðunum,“ segir Einar.