Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, unnu góðan tveggja marka sigur gegn sænska liðinu Ystads, 25-27.
Kadetten vann fyrri leik liðanna með sex marka mun og niðurstaðan í einvíginu varð því átta marka sigur Kadetten, 65-57. Óðinn Þór var markahæsti maður vallarins líkt og í fyrri leiknum og skoraði átta mörk í dag.
Þá skoraði Teitur örn Einarsson þrjú mörk fyrir Flensburg sem vann fimm marka sigur gegn Benfica, 33-28. Teitur og félagar unnu fyrri leikinn með 13 marka mun og því var leikurinn í dag hálfgert formsatriði.
Kadetten mætir sigurvegurum úr einvígi Skjern og Füchse Berlin í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Refirnir frá Berlín leiða með fimm mörkum fyrir seinni leikinn, en Flensburg mætir spænska liðinu Granolles.