Musk og Grimes tóku á móti sínu öðru barni í mars á síðasta ári. Þeim fæddist stúlkubarn og var henni gefið nafnið Exa Dark Sideræl. Þessi frumlega nafngift kom þó fáum á óvart því fyrir áttu þau drenginn X Æ A-12.
Þau gáfu þó út að dóttirin yrði kölluð Y, til þess að þau gætu kallað systkinin X og Y.
Nú á dögunum birti Grimes svo mynd af dótturinni á Twitter. Þar greinir hún frá því að dóttirin gangi nú undir nafninu „?“ en þar sem yfirvaldið viðurkenni það ekki sem nafn notist þau einnig við aðrar útgáfur.
Y C pic.twitter.com/esTg8e5Gr7
— (@Grimezsz) March 23, 2023
„Hún heitir Y núna eða „Why?“ eða einfaldlega „?“ (en yfirvaldið vill ekki viðurkenna það). Forvitni, hin eilífa spurning og þess háttar,“ skrifar hún.
Í öðru tísti segist Grimes vanalega ekki birta myndir af dóttur sinni. Hún hafi þó ákveðið að deila myndinni þar sem dóttirin sé nánast óþekkjanleg á henni.
Skömmu eftir fæðingu „?“ greindi Grimes frá því að hún og Musk væru hætt saman. Þá höfðu þau verið saman í tæp fjögur ár en þó í afar opnu og flæðandi sambandi.