Hvasst syðst og hvessir enn í nótt Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 07:08 Þegar líður á morgundaginn hlýnar í veðri þegar hlýr loftmassi kemur úr suðri og breytist þá úrkoman yfir í slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu. Vísir/Vilhelm Víðáttumikil lægð liggur nú langt suður í hafi og færir okkur austlæga átt í dag með stöku éljum fyrir austan, en að mestu skýjað og þurrt vestanlands. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði allhvass vindur syðst, en hægari annars staðar. Í kvöld nálgist svo skil sem fylgi lægðinni og bætir þá í vindinn syðst og byrjar að snjóa þar. „Í nótt og á morgun stefnir í austan hvassviðri eða storm með suðurströndinni þar sem hvassast verður undir Eyjafjöllum og í kringum Öræfi. Með þessu fylgir líklega snjókoma og skafrenningur svo búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Þegar líður á morgundaginn hlýnar í veðri þegar hlýr loftmassi kemur úr suðri og breytist þá úrkoman yfir í slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu. Annað kvöld færist síðan úrkomubakki yfir suðaustanvert landið og Austfirði og má búast við talsverðri slyddu eða snjókomu þar fram á fimmtudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 syðst. Snjókoma með köflum, en hlýnar á Suður- og Vesturlandi þegar líður á daginn með rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 6 stig seinnipartinn. Líkur á talsverðri slyddu eða snjókomu austast á landinu um kvöldið. Á fimmtudag: Austlæg átt 13-23 m/s, en hægari vestanlands. Rigning eða slydda með köflum á Suður- og Vesturlandi, en talsverð slydda eða snjókoma austantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Suðaustan og austan 5-15 m/s þegar líður á daginn. Víða rigning eða slydda, en snjókoma með köflum um landið norðanvert. Hiti 0 til 6 stig. Á laugardag: Austlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða él, en samfelld úrkoma um landið suðaustanvert. Hiti um og yfir frostmarki. Á sunnudag: Suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Hæg suðlæg átt og úrkomulítið. Hiti 1 til 7 stig. Veður Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði allhvass vindur syðst, en hægari annars staðar. Í kvöld nálgist svo skil sem fylgi lægðinni og bætir þá í vindinn syðst og byrjar að snjóa þar. „Í nótt og á morgun stefnir í austan hvassviðri eða storm með suðurströndinni þar sem hvassast verður undir Eyjafjöllum og í kringum Öræfi. Með þessu fylgir líklega snjókoma og skafrenningur svo búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Þegar líður á morgundaginn hlýnar í veðri þegar hlýr loftmassi kemur úr suðri og breytist þá úrkoman yfir í slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu. Annað kvöld færist síðan úrkomubakki yfir suðaustanvert landið og Austfirði og má búast við talsverðri slyddu eða snjókomu þar fram á fimmtudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 syðst. Snjókoma með köflum, en hlýnar á Suður- og Vesturlandi þegar líður á daginn með rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 6 stig seinnipartinn. Líkur á talsverðri slyddu eða snjókomu austast á landinu um kvöldið. Á fimmtudag: Austlæg átt 13-23 m/s, en hægari vestanlands. Rigning eða slydda með köflum á Suður- og Vesturlandi, en talsverð slydda eða snjókoma austantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Suðaustan og austan 5-15 m/s þegar líður á daginn. Víða rigning eða slydda, en snjókoma með köflum um landið norðanvert. Hiti 0 til 6 stig. Á laugardag: Austlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða él, en samfelld úrkoma um landið suðaustanvert. Hiti um og yfir frostmarki. Á sunnudag: Suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Hæg suðlæg átt og úrkomulítið. Hiti 1 til 7 stig.
Veður Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Sjá meira