„Sá alveg fullt af tækifærum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 12:31 Snorri Steinn hefur trú á sínum mönnum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01
„Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00
Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15