Engin vilji er til þess að áfengi verði selt í almennum verslunum segir þingkona framsóknarflokksins en frumvarp um rýmkun opnunartíma Vínbúða hefur verið lagt fyrir Alþingi. Þörf sé að koma böndum á villta vestrið í áfengismálum.
Við skellum okkur í Reykjanesbæ þar sem innflytjendur læra íslensku sérsniðna fyrir störf í leik og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið innflytjendum fyrir þrifum í atvinnuleit.
Varnarmálaráðherra Ísraels hvatti ríkisstjórn landsins til að hætta við umdeildar breytingar á dómstólum landsins í gær og var þar með fyrsti ráðherrann sem mælir opinberlega gegn frumvarpinu.
Auk þess sem við förum yfir veðrið á Suðurlandi, Lóuna og hittum hund sem nýlega varð kvikmyndastjarna.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.