Ferðamenn áhyggjuefni í skyndilegri vetrarfærð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 13:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni og Bliku. Vísir Vegagerðin hefur áhyggjur af ferðamönnum á Suðurlandi vegna slæms skyggnis og snjókomu. Á Suðurlandi snjóaði duglega í morgun en bakkinn hefur færst austur eftir Suðurströndinni í dag. Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“ Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“
Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55
Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55