Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 08:19 Vínbúðir skulu lokaðar á sunnudögum og hátíðisdögum. Hópur þingmanna Framsóknarflokksins vill breyta því. Vísir/Vilhelm Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að svigrúm sitt til að rýmka opnunartíma vínbúða í kringum stórhátíðir ykist ef frumvarp um afnám banns við að búðirnar séu opnar á sunnudögum og hátíðardögum verður að lögum. Stofnunin leggst ekki gegn frumvarpinu. Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður. Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður.
Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira