Risasekt vegna rasískra ummæla um Lewis Hamilton Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 13:46 Nelson Piquet , sem sést hér faðma Nikki heitinn Lauda, varð í þrígang heimsmeistari í Formúlu 1. Vísir/Getty Fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 Nelson Piquet hefur verið sektaður af brasilískum dómstóli vegna rasískra og hómófóbískra ummæla sem hann viðhafði um Lewis Hamilton. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“ Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“
Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira