Risasekt vegna rasískra ummæla um Lewis Hamilton Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 13:46 Nelson Piquet , sem sést hér faðma Nikki heitinn Lauda, varð í þrígang heimsmeistari í Formúlu 1. Vísir/Getty Fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 Nelson Piquet hefur verið sektaður af brasilískum dómstóli vegna rasískra og hómófóbískra ummæla sem hann viðhafði um Lewis Hamilton. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“ Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira