Ónýtt húsnæðiskerfi og heimilisleysi Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. mars 2023 08:30 Heimilisleysi er skýr birtingarmynd ónýts húsnæðiskerfis, þar sem nægt framboð er af lúxusíbúðum, yndisreitum, risíbúðum eða hvað þetta allt heitir nú í dag. Á sama tíma er lítið sem ekkert til af ódýru leigu- eða eignarhúsnæði. Sífellt fleiri fá ekki þak yfir höfuðið, biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengjast og ójöfnuður eykst með hverju árinu sem líður. Heimilisleysi er líka birtingarmynd þess þegar fólk missir allt sem það á vegna veikinda. Þar má nefna veikindi eins og fíknisjúkdóma, andlega kvilla og slys. Einnig getur heimilisofbeldi valdið heimilisleysi, og þar eru konur helstu fórnarlömbin. Húsnæðisskortur og fátækt Rannsóknir hafa sýnt að meginorsök heimilisleysis sé skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði. Fátækt er einnig stór þáttur, en mikil fylgni mælist milli hennar og heimilisleysis. Fólk sem lifir við skort á ekki fyrir helstu nauðsynjar sem þýðir að það er einungis einum veikindum, einu slysi eða einum launaseðli frá því að enda á götunni. Þegar slíkt á við þarf að vera til kerfi sem getur gripið, verið raunverulega til staðar þegar við þurfum á því að halda. Nýjustu tölur í Reykjavík sýna að 73 manneskjur bíða eftir viðeigandi húsnæði hjá borginni sem hentar þörfum heimilislausra með miklar þjónustuþarfir, 64 bíða eftir því að komast í húsnæði og 9 bíða eftir milliflutningi. Þarna erum við ekki með allan þann fjölda fólks sem fær gistingu hjá öðru fólk eða eru með ótryggt húsnæði. Fjöldinn er því mun meiri en tölurnar gefa til kynna og erfitt er að gera sér í hugarlund hve margir eru í þeirri stöðu að eiga ekki þak yfir höfuðið. Markaðsvæðing lóða Eins og Sósíalistar hafa bent á er staðan þannig að Reykjavík er nýfrjálshyggjuborg, þar sem markaðsvæðing hefur tekið sér bólfestu í grunninnviðum. Húsnæðiskerfið er þar ekki undanskilið. Litið er á lóðir sem hverja aðra markaðsvöru og sá sem bíður best fær þær. Þá eru það yfirleitt fyrirtæki og félög með dýpstu vasana sem hreppa hnossið. Strax í kjölfarið eru byggðar lúxusíbúðir til að geta skilað ríkmannlegum hagnaði. Ef þær kallast ekki lúxusíbúðir eru þær samt seldar á mjög háu verði. Alltof háu verði. Uppbygging félagslegs húsnæðis er í litlu samræmi við það hve illa markaðurinn er að standa sig í að sjá fólki fyrir húsnæði. Ef markaðurinn er ekki að sjá fólki fyrir þörfum sínum verður að vera til mótvægi hjá borginni. Í Reykjavík státa fulltrúar meirihlutans sig af því að 5% alls húsnæðis sé félagslegt. Gjarnan er þá sagt að borgin sé að standa sig betur en hin sveitarfélögin. Það sé mikið afrek að standa sig betur en Garðabær og Seltjarnarnes. Uppbygging félagslegs húsnæðis í Reykjavík kann að vera skárri en í Garðabæ eða Seltjarnarnesi. En er það eitthvað til að sperra sig yfir? Er það árangur að standa sig betur en þau sveitarfélög sem eru með minna af félagslegu húsnæði en verstu nýfrjálshyggjusvæði Bandaríkjanna? Hvers vegna er ekki verið að horfa til höfuðborga nágrannaríkja okkar? Ættum við ekki, sérstaklega þegar Reykjavík er stýrt af fólki með jafnaðartaugar, að horfa til borga á Norðurlöndunum? Tölum aðeins um Helsinki Í Helsinki er mikið byggt af félagslegu húsnæði byggt. Borgin sjálf byggir um 6000 félagslegar íbúðir á ári. Það væri svipað og ef Reykjavík byggði eða keypti rúmlega 1000 slíkar íbúðir á ári. En erum við nálægt því takmarki í Reykjavík? Nei. Á síðustu fimm árum hafa 97 félagslegar íbúðir verið keyptar að meðaltali á ári í borginni. Höfuðborg Íslands stendur sig þannig tífalt verr en höfuðborg Finnlands. Í Finnlandi og Helsinki hafa verið sett markmið um að útrýma heimilisleysi fyrir fullt og allt. Árið 2027 er því spáð að enginn verði heimilislaus og áætlanir gefa til kynna að það gangi eftir. Á síðustu árum hefur dregið mjög úr heimilisleysi, sem sýnir okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Er viljinn fyrir hendi hjá borgarfulltrúum Reykjavíkur? Það væri óskandi ef svo væri. Borgarstjórn ætti að horfa til þeirra borga og landa sem standa sig vel í málaflokknum og fara svo svipaðar leiðir. Það sem þarf að gera Ekki er ljóst hver fjöldi heimilislausra er á þessu ári en miðað við hækkandi matvöruverð, aukinn ójöfnuð og slæman húsnæðis- og leigumarkað telja Sósíalistar líklegt að heimilislausum muni fara fjölgandi. Hér er mikilvægt að kafa í rót heimilisleysis og fyrirbyggja slíkt en ekki einungis bregðast við. Fjölga þarf félagslegu og öðru viðeigandi húsnæði með stuðningi í þeim tilgangi að binda enda á heimilisleysi. Auk þess þarf að líta á húsnæði sem grunnþörf, en ekki markaðsvætt tæki braskara og stórkapítalista sem vilja næla sér í skjótan hagnað, vitandi það að fólk er tilbúið að greiða allt sem það á til að fá húsaskjól. Í vikunni lögðu Sósíalistar fram tillögu um að heimilisleysi skyldi útrýmt innan Reykjavíkur og lýst yrði yfir að heimilisleysi sé samfélagslegt mein sem beri að uppræta. Henni var vísað til Velferðarráðs og þar munum við fylgja málinu fast á eftir. Það kostar samfélagið mikið að fólk sé á götunni, við erum að missa mikilvægt fólk sem getur og vill gefa meira af sér. Við verðum að byggja upp sanna borg sem tryggir grunninn. Þannig verður til staðar raunverulegt frelsi fólks til að haga lífi sínu eins og það kýs, þannig að það geti orðið sér og samfélagi sínu að gagni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimilisleysi er skýr birtingarmynd ónýts húsnæðiskerfis, þar sem nægt framboð er af lúxusíbúðum, yndisreitum, risíbúðum eða hvað þetta allt heitir nú í dag. Á sama tíma er lítið sem ekkert til af ódýru leigu- eða eignarhúsnæði. Sífellt fleiri fá ekki þak yfir höfuðið, biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengjast og ójöfnuður eykst með hverju árinu sem líður. Heimilisleysi er líka birtingarmynd þess þegar fólk missir allt sem það á vegna veikinda. Þar má nefna veikindi eins og fíknisjúkdóma, andlega kvilla og slys. Einnig getur heimilisofbeldi valdið heimilisleysi, og þar eru konur helstu fórnarlömbin. Húsnæðisskortur og fátækt Rannsóknir hafa sýnt að meginorsök heimilisleysis sé skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði. Fátækt er einnig stór þáttur, en mikil fylgni mælist milli hennar og heimilisleysis. Fólk sem lifir við skort á ekki fyrir helstu nauðsynjar sem þýðir að það er einungis einum veikindum, einu slysi eða einum launaseðli frá því að enda á götunni. Þegar slíkt á við þarf að vera til kerfi sem getur gripið, verið raunverulega til staðar þegar við þurfum á því að halda. Nýjustu tölur í Reykjavík sýna að 73 manneskjur bíða eftir viðeigandi húsnæði hjá borginni sem hentar þörfum heimilislausra með miklar þjónustuþarfir, 64 bíða eftir því að komast í húsnæði og 9 bíða eftir milliflutningi. Þarna erum við ekki með allan þann fjölda fólks sem fær gistingu hjá öðru fólk eða eru með ótryggt húsnæði. Fjöldinn er því mun meiri en tölurnar gefa til kynna og erfitt er að gera sér í hugarlund hve margir eru í þeirri stöðu að eiga ekki þak yfir höfuðið. Markaðsvæðing lóða Eins og Sósíalistar hafa bent á er staðan þannig að Reykjavík er nýfrjálshyggjuborg, þar sem markaðsvæðing hefur tekið sér bólfestu í grunninnviðum. Húsnæðiskerfið er þar ekki undanskilið. Litið er á lóðir sem hverja aðra markaðsvöru og sá sem bíður best fær þær. Þá eru það yfirleitt fyrirtæki og félög með dýpstu vasana sem hreppa hnossið. Strax í kjölfarið eru byggðar lúxusíbúðir til að geta skilað ríkmannlegum hagnaði. Ef þær kallast ekki lúxusíbúðir eru þær samt seldar á mjög háu verði. Alltof háu verði. Uppbygging félagslegs húsnæðis er í litlu samræmi við það hve illa markaðurinn er að standa sig í að sjá fólki fyrir húsnæði. Ef markaðurinn er ekki að sjá fólki fyrir þörfum sínum verður að vera til mótvægi hjá borginni. Í Reykjavík státa fulltrúar meirihlutans sig af því að 5% alls húsnæðis sé félagslegt. Gjarnan er þá sagt að borgin sé að standa sig betur en hin sveitarfélögin. Það sé mikið afrek að standa sig betur en Garðabær og Seltjarnarnes. Uppbygging félagslegs húsnæðis í Reykjavík kann að vera skárri en í Garðabæ eða Seltjarnarnesi. En er það eitthvað til að sperra sig yfir? Er það árangur að standa sig betur en þau sveitarfélög sem eru með minna af félagslegu húsnæði en verstu nýfrjálshyggjusvæði Bandaríkjanna? Hvers vegna er ekki verið að horfa til höfuðborga nágrannaríkja okkar? Ættum við ekki, sérstaklega þegar Reykjavík er stýrt af fólki með jafnaðartaugar, að horfa til borga á Norðurlöndunum? Tölum aðeins um Helsinki Í Helsinki er mikið byggt af félagslegu húsnæði byggt. Borgin sjálf byggir um 6000 félagslegar íbúðir á ári. Það væri svipað og ef Reykjavík byggði eða keypti rúmlega 1000 slíkar íbúðir á ári. En erum við nálægt því takmarki í Reykjavík? Nei. Á síðustu fimm árum hafa 97 félagslegar íbúðir verið keyptar að meðaltali á ári í borginni. Höfuðborg Íslands stendur sig þannig tífalt verr en höfuðborg Finnlands. Í Finnlandi og Helsinki hafa verið sett markmið um að útrýma heimilisleysi fyrir fullt og allt. Árið 2027 er því spáð að enginn verði heimilislaus og áætlanir gefa til kynna að það gangi eftir. Á síðustu árum hefur dregið mjög úr heimilisleysi, sem sýnir okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Er viljinn fyrir hendi hjá borgarfulltrúum Reykjavíkur? Það væri óskandi ef svo væri. Borgarstjórn ætti að horfa til þeirra borga og landa sem standa sig vel í málaflokknum og fara svo svipaðar leiðir. Það sem þarf að gera Ekki er ljóst hver fjöldi heimilislausra er á þessu ári en miðað við hækkandi matvöruverð, aukinn ójöfnuð og slæman húsnæðis- og leigumarkað telja Sósíalistar líklegt að heimilislausum muni fara fjölgandi. Hér er mikilvægt að kafa í rót heimilisleysis og fyrirbyggja slíkt en ekki einungis bregðast við. Fjölga þarf félagslegu og öðru viðeigandi húsnæði með stuðningi í þeim tilgangi að binda enda á heimilisleysi. Auk þess þarf að líta á húsnæði sem grunnþörf, en ekki markaðsvætt tæki braskara og stórkapítalista sem vilja næla sér í skjótan hagnað, vitandi það að fólk er tilbúið að greiða allt sem það á til að fá húsaskjól. Í vikunni lögðu Sósíalistar fram tillögu um að heimilisleysi skyldi útrýmt innan Reykjavíkur og lýst yrði yfir að heimilisleysi sé samfélagslegt mein sem beri að uppræta. Henni var vísað til Velferðarráðs og þar munum við fylgja málinu fast á eftir. Það kostar samfélagið mikið að fólk sé á götunni, við erum að missa mikilvægt fólk sem getur og vill gefa meira af sér. Við verðum að byggja upp sanna borg sem tryggir grunninn. Þannig verður til staðar raunverulegt frelsi fólks til að haga lífi sínu eins og það kýs, þannig að það geti orðið sér og samfélagi sínu að gagni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun