Meint brot afans fyrndust vegna mistaka lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2023 11:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða konu sem kærði afa sinn fyrir kynferðisbrot 1,4 milljónir í miskabætur. Mistök lögreglu urðu til þess að málið fyrndist á meðan það var til rannsóknar þar. Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira