Framtíðin er í okkar höndum! Finnur Ricart Andrason skrifar 24. mars 2023 09:31 Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi og varanleg áhrif á þessa fjarlægu framtíð, en einnig núverandi- og framtíðarkynslóðir. Ósamræmi milli loforða og aðgerða Í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) kemur fram að til að koma í veg fyrir stjórnlausar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum þurfum við sem heimssamfélag að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og það strax. Þetta er samantektarskýrsla og því er ekki um ný skilaboð að ræða, en þrátt fyrir látlausar ítrekanir síðustu ár virðist fremsta loftslagsvísindafólk heims tala fyrir daufum eyrum. Stefnur og aðgerðir stjórnvalda um allan heim eru í algjöru ósamræmi við pólitískar viljayfirlýsingar stjórnvalda. Loforð stjórnvalda um samdrátt í losun myndu nefnilega takmarka hlýnun jarðar við u.þ.b. 1.8 gráðu frá iðnbyltingu á meðan boðaðar aðgerðir í aðgerðaáætlunum þessara sömu stjórnvalda stefna okkur í átt að meira en 2.8 gráðu hlýnun. Munurinn á afleiðingum á fólk og vistkerfi jarðar milli þessara tveggja sviðsmynda er gífurlegur. Sem dæmi mun núverandi aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, skv. framreikningum Umhverfisstofnunar, einungis draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 10% fram til ársins 2040 m.v. losun árið 2005 (blá lína). Samt sem áður er markmið stjórnvalda að ná kolefnishlutleysi á þessum tímapunkti, þ.e. að hafa dregið úr losun tíu sinnum meira en spáð er. Grafið hér að neðan sýnir væntanlegan samdrátt í losun (svört lína) í samanburði við þann samdrátt sem stjórnvöld segjast ætla að ná fyrir árið 2040 (græn lína). Framtíðin er enn í okkar höndum Þrátt fyrir að skýrsla IPCC dragi vissulega upp dökka mynd eru meginskilaboð hennar í raun að framtíðin sé ennþá í okkar höndum. Núna er besti tíminn til að grípa til aðgerða því það ódýrara en að gera það á morgun og það dregur úr líkunum á neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga. Samdráttur upp á hvert tonn af gróðurhúsalofttegundum skiptir máli. Til viðbótar við að spá um hvert stefnir segir skýrslan okkur einnig að allar lausnirnar sem við þurfum á að halda séu til. Sömuleiðis er allt fjármagnið sem við þurfum til að fjárfesta í þessum lausnum til og það er ekki nema brot af vergri framleiðslu heimsins. Það eina sem virðist ekki vera til nóg af er pólitískur vilji, pólitískt þor, pólitískt hugrekki, hvernig sem þið viljið orða það. En af hverju skortir pólitískan vilja í loftslagsmálum? Þegar Almannavarnir sögðu við okkur í Covid faraldrinum „nú stefnum við á að fjöldi fólks láti lífið ef við grípum ekki til róttækra aðgerða strax!“, þá gripu stjórnvöld tafarlaust til allra nauðsynlegra aðgerða. Þríeykið afstýrði samfélaginu frá verstu afleiðingum Covid krísunnar í krafti vísindana, en af hverju eru stjórnvöld ekki að hlusta á tilmæli IPCC sem er samansafn fremsta vísindafólks heims sem vinnur að því að segja okkur hvernig við þurfum að afstýra verstu afleiðingum loftslagskrísunnar? Tækifærin eru til staðar - grípum þau! Sum tala um að umbreytingar af þeirri stærðargráðu sem þörf er á séu pólitískt ómögulegar, en þetta er einfaldlega ekki satt. Það eru endalaus tækifæri sem felast í róttækum og tafarlausum loftslagsaðgerðum, t.d. þegar kemur að bættum loftgæðum, bættri lýðheilsu, og bættum efnahag til lengri tíma, og koma öll þessi tækifæri einnig fram í skýrslum IPCC. Það væri ekkert mál fyrir stjórnmálafólk að draga fram öll þau jákvæðu áhrif sem slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér - er það ekki annars það sem stjórnmálafólk gerir best, að ramma inn aðgerðir sínar á jákvæðan hátt? Nú eru þúsundir færasta vísindafólks heims búið að segja ykkur, kæru stjórnvöld, nákvæmlega hvað þarf að gera. Nú bið ég ykkur um að grípa í taumana áður en þeir renna úr greipum ykkar og ráðast í alvöru róttækar loftslagsaðgerðir strax! Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Loftslagsmál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi og varanleg áhrif á þessa fjarlægu framtíð, en einnig núverandi- og framtíðarkynslóðir. Ósamræmi milli loforða og aðgerða Í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) kemur fram að til að koma í veg fyrir stjórnlausar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum þurfum við sem heimssamfélag að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og það strax. Þetta er samantektarskýrsla og því er ekki um ný skilaboð að ræða, en þrátt fyrir látlausar ítrekanir síðustu ár virðist fremsta loftslagsvísindafólk heims tala fyrir daufum eyrum. Stefnur og aðgerðir stjórnvalda um allan heim eru í algjöru ósamræmi við pólitískar viljayfirlýsingar stjórnvalda. Loforð stjórnvalda um samdrátt í losun myndu nefnilega takmarka hlýnun jarðar við u.þ.b. 1.8 gráðu frá iðnbyltingu á meðan boðaðar aðgerðir í aðgerðaáætlunum þessara sömu stjórnvalda stefna okkur í átt að meira en 2.8 gráðu hlýnun. Munurinn á afleiðingum á fólk og vistkerfi jarðar milli þessara tveggja sviðsmynda er gífurlegur. Sem dæmi mun núverandi aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, skv. framreikningum Umhverfisstofnunar, einungis draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 10% fram til ársins 2040 m.v. losun árið 2005 (blá lína). Samt sem áður er markmið stjórnvalda að ná kolefnishlutleysi á þessum tímapunkti, þ.e. að hafa dregið úr losun tíu sinnum meira en spáð er. Grafið hér að neðan sýnir væntanlegan samdrátt í losun (svört lína) í samanburði við þann samdrátt sem stjórnvöld segjast ætla að ná fyrir árið 2040 (græn lína). Framtíðin er enn í okkar höndum Þrátt fyrir að skýrsla IPCC dragi vissulega upp dökka mynd eru meginskilaboð hennar í raun að framtíðin sé ennþá í okkar höndum. Núna er besti tíminn til að grípa til aðgerða því það ódýrara en að gera það á morgun og það dregur úr líkunum á neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga. Samdráttur upp á hvert tonn af gróðurhúsalofttegundum skiptir máli. Til viðbótar við að spá um hvert stefnir segir skýrslan okkur einnig að allar lausnirnar sem við þurfum á að halda séu til. Sömuleiðis er allt fjármagnið sem við þurfum til að fjárfesta í þessum lausnum til og það er ekki nema brot af vergri framleiðslu heimsins. Það eina sem virðist ekki vera til nóg af er pólitískur vilji, pólitískt þor, pólitískt hugrekki, hvernig sem þið viljið orða það. En af hverju skortir pólitískan vilja í loftslagsmálum? Þegar Almannavarnir sögðu við okkur í Covid faraldrinum „nú stefnum við á að fjöldi fólks láti lífið ef við grípum ekki til róttækra aðgerða strax!“, þá gripu stjórnvöld tafarlaust til allra nauðsynlegra aðgerða. Þríeykið afstýrði samfélaginu frá verstu afleiðingum Covid krísunnar í krafti vísindana, en af hverju eru stjórnvöld ekki að hlusta á tilmæli IPCC sem er samansafn fremsta vísindafólks heims sem vinnur að því að segja okkur hvernig við þurfum að afstýra verstu afleiðingum loftslagskrísunnar? Tækifærin eru til staðar - grípum þau! Sum tala um að umbreytingar af þeirri stærðargráðu sem þörf er á séu pólitískt ómögulegar, en þetta er einfaldlega ekki satt. Það eru endalaus tækifæri sem felast í róttækum og tafarlausum loftslagsaðgerðum, t.d. þegar kemur að bættum loftgæðum, bættri lýðheilsu, og bættum efnahag til lengri tíma, og koma öll þessi tækifæri einnig fram í skýrslum IPCC. Það væri ekkert mál fyrir stjórnmálafólk að draga fram öll þau jákvæðu áhrif sem slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér - er það ekki annars það sem stjórnmálafólk gerir best, að ramma inn aðgerðir sínar á jákvæðan hátt? Nú eru þúsundir færasta vísindafólks heims búið að segja ykkur, kæru stjórnvöld, nákvæmlega hvað þarf að gera. Nú bið ég ykkur um að grípa í taumana áður en þeir renna úr greipum ykkar og ráðast í alvöru róttækar loftslagsaðgerðir strax! Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar