Varnarlínur settar upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 22:28 Fjölmennt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hefur verið að störfum í dag. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira