Nota beltabíla og hitamyndavélar til að glíma við sinueldinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 15:20 Bæði gömul og nýleg hús eru í námunda við sinueldinn. Vísir/Egill Á þriðja tug slökkviliðsmanna glímir nú við sinueld sem logar í Straumsvík við Hafnarfjörð. Það fær liðsauka frá björgunarsveitum og ríkislögreglustjóra sem útveguðu beltabíla og hitamyndavélar. Engin mannvirki eru sögð í hættu. Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22