Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 13:53 Teikning listamanns af fjarreikistjörnunni VHS 1256 b. Árið þar er um tíu þúsund ára langt. NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI) Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira