Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 08:01 LED-skilti með auglýsingu aftan á strætisvagni númer eitt fyrr í vikunni. Samgöngustofa telur skiltið ekki standast lög og reglur. Vísir/Árni Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina. Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum. Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum.
Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira