Taugaveiklun í Seðlabankanum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. mars 2023 07:30 Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar