Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum förum við yfir vaxtastökk Seðlabankans í dag og ástæður bankans fyrir þessari tólftu vaxtahækkun sinni. Seðlabankastjóri segir hættu á kreppu fái mikil verðbólga að grassera í langan tíma og þá verði erfiðara að vinda ofan af henni.

Forseti Alþýðusambandsins bregst harkalega við vaxtahækkuninni og segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að verja heimilin í landinu. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðisláni hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði frá því vextir byrjuðu að hækka fyrir um ári.

Við heyrum í 82 ára gamalli konu sem neyddist til að selja húsið sitt til að geta staðið undir afborgunum af námsláni sonar síns sem er í vanskilum. Annar sonur hennar gagnrýnir að afnám ábyrgðamannakerfisins hafi ekki náð til lána sem eru í vanskilum.

Og við hittum níu ára dreng sem er í sjöunda himni eftir að hafa endurheimt köttinn Gosa sem fannst eftir að hafa verið á vergangi í nístingskulda í þrjár vikur.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×