Alltaf aftast í röðinni Atli Þór Fanndal skrifar 22. mars 2023 12:31 Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Þór Fanndal Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar