Á förum frá Liverpool eftir að hafa leikið aðeins fjórtán mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:31 Arthur Melo hefur ekki náð að heilla í treyju Liverpool. Enda ekki fengið mörg tækifæri til þess. Lewis Storey/Getty Images Brasilíski knattspyrnumaðurinn Arthur Melo verður ekki áfram í herbúðum Liverpool eftir að lánssamningur hans frá Juventus rennur út í sumar. Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti