Búast má við snörpum vindhviðum á Suðurlandi og takmörkuðu eða lélegu skyggni í snjókomu með erfiðum akstursskilyrðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og á Miðhálendi og verða það fram á morgundaginn.
Hægt er að fylgjast með veðurspá á vef Veðurstofu Íslands. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með færð á vegum.